Giroud sló franska markametið

Olivier Giroud fagnar 52. marki sínu fyrir Frakkland.
Olivier Giroud fagnar 52. marki sínu fyrir Frakkland. AFP/Franck Fife

Olivier Giroud sló markamet franska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar hann kom Frökkum yfir gegn Pólverjum undir lok fyrri hálfleiks í leik liðanna sem nú stendur yfir á heimsmeistaramótinu í Katar.

Þetta var 52. mark Girouds fyrir franska landsliðið, í 117 landsleikjum, og hann fór þar með fram úr fyrrverandi methafanum Thierry Henry, sem skoraði 51 mark í 123 leikjum á árunum 1997 til 2010.

Flautað hefur verið til hálfleiks hjá Frökkum og Pólverjum og mark Girauds skilur liðin að, 1:0. Skömmu áður fengu Pólverjar þrjú dauðafæri í sömu sókninni en tókst ekki að ná yfirhöndinni í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert