Samningi Alves rift

Dani Alves í leik með UNAM.
Dani Alves í leik með UNAM. AFP/Ulises Ruiz

Mexíkóska knattspyrnufélagið UNAM hefur ákveðið að rifta samningi sínum við brasilíska bakvörðinn Dani Alves eftir að hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn konu í Barcelona.

Alves er grunaður um að hafa nauðgað konu á skemmtistað í Barcelona þann 31. desember síðastliðinn.

Hann var þar í fríi eftir þátttöku sína með Brasilíu á HM í Katar, en hann yfirgaf lið Barcelona síðasta sumar eftir hálfs árs dvöl og samdi þá við UNAM.

Alves var handtekinn síðastliðinn föstudag og sama dag ákvað mexíkóska félagið að rifta samningi hans.

Rétt er að vara við atvikalýsingum sem hér fylgja.

Staðarblaðið El Periódico de Catalunya greinir frá því að Alves sé gefið að sök að hafa þvingað konu til þess að snerta getnaðarlim sinn í þrígang á skemmtistað, skipað henni svo að fylgja sér inn í annað herbergi sem reyndist vera salerni, meinað henni að yfirgefa það, þvingað hana til að veita sér munnmök og hafa nauðgað konunni þar til hann fékk sáðlát.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert