fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

„Bara vitleysa“ og „bull“ segir Hjálmar um orð Ólínu í Silfrinu

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 6. desember 2021 18:30

Ólína og Hjálmar - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Silfrinu á RÚV í gær sagði Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkinarinnar að ekki hafi verið gott að eyða fjármunum ríkisins í kísilver PCC á Bakka við Húsavík þar sem því væri búið að loka. Í þættinum var verið að ræða um virkjanir, raforku og stóriðju hér á landi en Ólína velti því fyrir sér í þættinum hvers vegna stórfyrirtæki væru að fá afslátt af sköttum og raforku.

Í kjölfarið spurði Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskiptafrétta á Morgunblaðinu, hvaða afslátt af sköttum Ólína væri að tala um en Stefán var einnig gestur í Silfrinu í gær. Ólína svaraði þeirri spurningu og sagði að hún væri að vísa í þá tvo milljarða sem fóru í kísilverið á Húsavík og að nú væri búið að loka því. „Tvo millj­arða af al­manna­fé. Það var al­deil­is vel varið þeim fjár­mun­um,“ sagði hún.

Orð Ólínu um að búið væri að loka kísilverinu voru þó ekki rétt samkvæmt Hjálmari Boga Hafliðasyni, sveitarstjórnarfulltrúa Framsóknarflokks í Norðurþingi. „Bara vitleysa“ og „bara bull“ sagði Hjálmar um orð Ólínu í samtali við mbl.is um málið. „Það geng­ur bara mjög vel hjá PCC og von­andi fara þeir bara í áfanga tvö og von­andi koma fleiri fyr­ir­tæki á þetta iðnaðarsvæði sem við erum að und­ir­búa í sveit­ar­stjórn.“

Kísilverinu var vissulega lokað í júní árið 2020 en var það einungis tímabundið gert vegna kórónuveirufaraldursins. Í apríl á þessu ári var starfsemin aftur komin í gang og í haust skilaði kísliverið rekstrarhagnaði í fyrsta skipti.

Hjálmar segir að það hafi í raun aldrei gengið eins vel hjá kísilverinu og núna. „Það mun­ar mjög mikið fyr­ir sveit­ar­fé­lagið þessi upp­bygg­ing sem hef­ur átt sér stað og var búið að und­ir­búa í ára­tugi,“ segir hann. „Það er svo dap­ur­legt að leyfa sér að segja þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“