Ríkisvaldið hlýtur að gera eitthvað

Benedikt Guðmundsson ásamt Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ.
Benedikt Guðmundsson ásamt Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ. mbl.is//Hari

Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, var gestur Valtýs Björns Valtýssonar í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun á SportFM í dag.

Í þættinum ræddi Hannes meðal annars fjárhagsstöðu KKÍ og styrk sem sambandið fékk frá fyrirtækinu IceMar á dögunum en það er í eigu Gunnars Örlygssonar.

„Auðvitað eru mörg fyrirtæki að styðja við bakið á okkur á þessum tímum og við þökkum þeim innilega fyrir það en við þurfum fleiri,“ sagði Hannes.

„Þegar að við fáum ríkisvaldið ekki að borðinu til þess að styðja við bakið á okkur þá er þetta leiðin sem við þurfum að fara.

Númer eitt tvö og þrjú þurfum við að fá ríkisvaldið að borðinu og fá það á hreint hvað þeir eru að hugsa.

Það væri gott ef það færi eitthvað að gerast því það er of seint að ætla fara setjast með okkur í janúar, febrúar, og ríkisvaldið hlýtur að fara koma með einhvern aðgerðapakka fyrir stærstu fjöldahreyfingu landsins,“ bætti Hannes við í samtali við Mín skoðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert