Kusu forsetann burt

Illir Meta verður að öllum líkindum ekki forseti Albaníu mikið …
Illir Meta verður að öllum líkindum ekki forseti Albaníu mikið lengur. AFP

Meirihluti albanska þingsins samþykkti í dag vantrauststillögu á hendur forseta landsins, Illir Meta. Ástæðan er sú að Meta studdi opinberlega stjórnarandstöðu flokka í kosningum þar í landi í apríl síðastliðnum.

Skrifstofa forsetans gaf út tilkynningu um málið og þar kemur fram að vantrausts tillagan færi á skjön við stjórnarskrá landsins og væri í raun fáránleg. 104 af 120 þingmönnum kusu með vantrausts tillögunni.  

Stjórnarskrárréttur þar í landi hefur nú þrjá mánuði til þess að staðfesta eða hafna niðurstöðu þingsins. Á meðan situr Meta enn sem forseti landsins.

Meta og forsætisráðherra Albaníu, Edi Rama lentu oft í orðaskaki í kosningabaráttunni nú í vor. Forsetinn sakaði forsætisráðherrann um spillingu og einræðistilburði, ásakanir sem að forsætisráðherrann neitaði alfarið.

Edi Rama (Photo by Gent SHKULLAKU / AFP)
Edi Rama (Photo by Gent SHKULLAKU / AFP) AFP

Stuttu eftir kosningarnar var sett á laggirnar rannsóknarnefnd á vegum þingsins sem ætlað var að rannsaka meint brot forsetans í kosningabaráttunni. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að forsetinn hefði gerst brotlegur á 16 greinum stjórnarskrárinnar með því að tilkynna opinberlega um stuðning við stjórnarandstöðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert