Dýrustu þættir heims teknir upp á Tenerife

Tökur á Rings of Power fara nú fram á Tenerife.
Tökur á Rings of Power fara nú fram á Tenerife.

Tökur á annarri þáttaröð Rings of Power fara nú fram á sólareyjunni Tenerife. Fyrsta þáttaröðin var sú dýrasta sem framleidd hefur verið í heimi en þættirnir fjalla um for­sögu æv­in­týra J.R.R. Tolkien Hobbit­an­um og Hringa­drótt­ins­sögu.

Tökurnar fara meðal annars fram í bænum Juan de la Rambla á norðurströnd Tenerife. 

Amazon framleiðir þættina, en fyrsta serían var að mestu tekin upp í Bretlandi. Búist er við því að önnur sería verði líka tekin upp að hluta til í Bretlandi. 

Wall Street Journal greindi frá því á síðasta ári að fyrsta sería Rings of Power kostaði að minnsta kosti 715 milljónir bandaríkjadala í framleiðslu. 

Í vikunni var greint frá því að leikararnir Ciarán Hinds, Rory Kinnear og Tanya Moodie myndu bætast við leikarahóp þáttanna. Með hlutverk í þáttunum fara líka Oliver Alvin-Wilson, Stuart Bowman, Gavi Singh Chera, William Chubb, Kevin Eldon, Will Keen, Selina Lo, Calam Lynch, Gabriel Akuwudike, Yasen Atour, Ben Daniels, Amelia Kenworthy, Nia Towle og Nicholas Woodeson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert