Fyrst kvenna formaður KSÍ?

Ásthildur Helgadóttir fær góð ráð frá Vöndu Sigurgeirsdóttur.
Ásthildur Helgadóttir fær góð ráð frá Vöndu Sigurgeirsdóttur. mbl.is/Golli

Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu og síðar landsliðsþjálfari, tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að bjóða sig fram í kjöri til formanns KSÍ.

Vanda, sem er lektor hjá Háskóla Íslands í tómstunda- og félagsmálafræðum, er aðeins önnur konan í sögunni sem býður sig fram í formannskjöri hjá KSÍ. Halla Gunnarsdóttir bauð sig fram árið 2007 en beið lægri hlut fyrir Geir Þorsteinssyni.

Þá yrði Vanda með kjöri eina konan sem væri formaður knattspyrnusambands í Evrópu, allavega eins og staðan er í dag, en samkvæmt vef UEFA eru karlar í formannsembættunum hjá öllum 55 aðildarþjóðum sambandsins.

Vanda átti mjög farsælan feril sem leikmaður, fyrst með ÍA og síðan með Breiðabliki. Hún varð þrisvar Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með ÍA á árunum 1983 til 1989 og síðan sex sinnum Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari með Breiðabliki en Vanda var yfirleitt fyrirliði í sínu liði. Hún var fjórða leikjahæsta kona efstu deildar með 147 leiki þegar hún lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 1996.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert