Trump hjólar í Meghan og Harry

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja af Sussex hvöttu Bandaríkjamenn til …
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja af Sussex hvöttu Bandaríkjamenn til að skrá sig á kjörskrá. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hjólaði í Meghan hertogaynju af Sussex og Harry Bretaprins eftir að þau hvöttu fólk í Bandaríkjunum til þess að skrá sig á kjörskrá á þriðjudaginn.

Trump var spurður út hvað honum fyndist um að Meghan og Harry væru að hvetja til þess að „fólk kysi Joe Biden“ á blaðamannafundi á miðvikudag. „Ég er ekki aðdáandi hennar og ég myndi orða þetta svona, og hún hefur líklegast heyrt þetta áður, ég óska Harry góðs gengis, því hann þarf á því að halda,“ sagði Trump. 

Donald Trump er í nöp við Harry og Meghan.
Donald Trump er í nöp við Harry og Meghan. AFP

Harry og Meghan hafa ekki hvatt til þess að fólk kjósi einn frambjóðenda í forsetakosningunum í Bandaríkjunum fram yfir annan. Prinsinn hvatti til þess að tilvonandi kjósendur myndu „hafna hatursorðræðu, misvísandi upplýsingum og neikvæðni í netheimum“ í ræðu sinni á þriðjudag. 

Meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar hafa hefðinni samkvæmt ekki sagt neitt opinberlega um kosningar eða stjórnmál, hvort sem það sé í sínu heimalandi eða öðru landi. Harry og Meghan sögðu skilið við bresku krúnuna í upphafi árs 2020 en samt sem áður þykir athyglisvert að þau láti stjórnmálin sig varða. 

The Times leitaði eftir viðbrögðum frá Buckinghamhöll í vikunni og fengu þau svör að orð Harrys væru persónuleg. 

„Hertoginn vinnur ekki fyrir konungsfjölskylduna og allt það sem hann kann að gefa út er persónulegt,“ sagði í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg