Nýr yfirmaður bandaríska herráðsins

Charles Brown.
Charles Brown. Ljósmynd/Wikipedia.org

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag tilnefna Charles Brown sem yfirmann bandaríska herráðsins.

Hann kemur í stað Mark Milley sem æðsti embættismaður hersins, en kjörtímabili Milley lýkur í september.  

Brown verður annar svarti einstaklingurinn til að gegna starfinu á eftir Colin Powell, sem sat í embættinu á árunum 1989 til 1993.

Brown hefur starfað sem yfirmaður bandaríska flughersins. Hann er reyndur flugmaður með yfir 3.000 flugtíma á ferilsskránni, þar af 130 í bardögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert