Meistararnir skoruðu sex

Vinícius Júnior fagnar einu marka sinna í kvöld.
Vinícius Júnior fagnar einu marka sinna í kvöld. AFP/Javier Soriano

Vinícius Júnior skoraði þrennu fyrir Real Madrid þegar liðið vann stórsigur gegn Levante í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu á heimavelli í kvöld.

Leiknum lauk með 6:0-stórsigri Real Madrid en Ferland Mendy, Karim Benzema og Rodrygo skoruðu fyrstu þrjú mörk Real Madrid í fyrri hálfleik.

Vinícius skoraði svo fjórða mark Real Madrid undir lok fyrri hálfleiks áður en hann bætti við tveimur mörkum til viðbótar í síðari hálfleik.

Real Madrid tryggði sér spænska meistaratitilinn á dögunum en liðið er með 84 stig í efsta sætinu og hefur 12 stiga forskot á Barcelona þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu.

Levante er hins vegar svo gott sem fallið úr deildinni en liðið er með 29 stig í neðsta sætinu og er sex stigum frá öruggu sæti. Slæm markatala Levante gerir það að verkum að liðið þarf á kraftaverki að halda til að halda sæti sínu í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert