Innlent

Stal rafskútu, jakka, veskjum og bíllyklum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögregla handtók manninn upp úr miðnætti.
Lögregla handtók manninn upp úr miðnætti. Vísir/Vilhelm

Ökumaður sem lögregla hafði afskipti af upp úr miðnætti í nótt var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án ökuréttinda. Maðurinn var handtekinn en hann var einnig grunaður um þjófnað á þremur stöðum í Reykjavík í gær. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Klukkan hálf sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um þjófnað á rafskútu. Viðkomandi sást á upptöku öryggismyndavéla stela rafskútunni.

Þá barst lögreglu tilkynning um þjófnað á fatnaði á hóteli í Reykjavík. Viðkomandi kom inn á hótelið og stal jakka frá hótelgesti sem sat á veitingastað hótelsins.

Í þriðja og síðasta lagi barst lögreglu tilkynning um þjófnað á munum úr búningsklefa. Viðkomandi er þar sagður hafa stolið tveimur veskjum og bíllyklum.

Viðkomandi var handtekinn laust upp úr miðnætti, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án ökuréttinda. Var hann vistaður í fangaklefa fyrir rannsókn málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×