Ákvörðun um framboð Ábyrgrar framtíðar staðfest

Frá fundi landskjörstjórnar í dag.
Frá fundi landskjörstjórnar í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landskjörstjórn staðfesti á fundi sínum í hádeginu ákvörðun yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi um að hafna framboði Ábyrgrar framtíðar til Alþingiskosninga í kjördæminu.

Þetta staðfestir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, við mbl.is. Á fundi sínum gekk landskjörstjórn frá auglýsingu framboðslistanna til birtingar í öllum kjördæmum, nema hvað að Y-listi Ábyrgrar framtíðar, verður eingöngu í framboði í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Formaður yfirkjörstjórnarinnar sagði að undirskriftir 31 meðmælanda hafi vantað upp á að skilyrði um fjölda meðmælenda yrði uppfyllt. Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, kærði ákvörðunina til landskjörstjórnar.

Landskjörstjórn.
Landskjörstjórn. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert