Þór skrefi á undan og Kórdrengir enn án stiga

StebbiC0C0, leikmaður Þórs.
StebbiC0C0, leikmaður Þórs. Grafík/Vodafonedeildin

Annar leikur sjöundu umferðar í Vodafonedeildinni í Counter-Strike:Global Offensive var leikinn í gærkvöldi. Það voru Þór og Kórdrengir sem mættust í kortinu Overpass að sinni.

Lið Þórs var skipað þeim StebbiC0C0, ReaN, allee, dELL1 og INSTANT, en hjá Kórdrengjum voru það blazter, xeNyy, sNky, hyperbnny og demaNtur sem mættu til leiks.

Þór skrefi á undan allan leikinn

Eins og áður segir varð kortið Overpass fyrir valinu og byrjuðu bæði lið að skiptast á því að sigra lotur. Þegar staðan var 2-2 tóku hinsvegar Þór af skarið og sigruðu sjö lotur í röð. Staðan í hálfleik var 9-6 Þór í vil. Kórdrengir stóðu sig ágætlega í fyrri hálfleik þrátt fyrir þriggja lotna mun.

Kórdrengir áttu í erfiðleikum í síðari hálfleik og náðu ekki að minnka muninn. Leiknum lauk með 16-10 sigri Þórs.

Þór voru alltaf skrefi á undan, enda mátti við því búast þar sem Kórdrengir sitja nú í botnsæti deildarinnar með núll stig og leita enn af sínum fyrstu stigum í Vodafonedeildinni. Þór hafa jafnað Dusty stigum á toppi deildarinnar en Dusty eiga leik til góða. 

Næsti leikur Kórdrengja er á móti Fylki næsta þriðjudag, en Þór mætir Vallea föstudaginn 3. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert