Eitt smit innanlands í gær

AFP

Eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærum í gær samkvæmt bráðabirgðatölum sem Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lét mbl.is í té.

Þannig hafa aðeins tvö kórónuveirusmit greinst hér á landi síðan 12. febrúar síðastliðinn. Þann 11. febrúar greindust fjögur innanlandssmit. 

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að hún ætti von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í dag um mögulegar tilslakanir innanlands. Horft sé til þess að þétta landamærin svo hægt sé að njóta þess betur innanlands hve gott ástand sé í faraldrinum hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert