Evrópusambandið sakar Rússa um netárásir

Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, eftir skrúðgöngu í gær í tilefni …
Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, eftir skrúðgöngu í gær í tilefni sigurs bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni. AFP/Kirill KUDRYAVTSEV

Evrópusambandið hefur sakað rússnesk yfirvöld um netárásir á gervihnattakerfi klukkustund fyrir innrásina í Úkraínu til að greiða veg hennar.

Þetta er í fyrsta skipti sem Evrópusambandið ásakar formlega yfirvöld í Kreml um netárásir, að sögn Josep Borrell, ut­an­rík­is­mála­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Evrópusambandið og aðildarlönd þess, ásamt alþjóðlegum samstarfslöndum, fordæma eindregið þær illgjörnu netaðgerðir rússneskra stjórnvalda gegn Úkraínu, sem miðuðu að KA-SAT-gervihnattakerfinu, sem er stjórnað af Viasat,“ segir í yfirlýsingu frá sambandinu.

Hafa nú sannanir

Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að árásin hafi valdið töluverðum truflunum fyrir yfirvöld, fyrirtæki og almenna notendur í Úkraínu, ásamt því að hafa áhrif á nokkur ríki Evrópusambandsins.

Borell segir að áður fyrr hafi sambandið aðeins sagt að netárásirnar hafi komið frá Rússlandi en hafi nú sannanir fyrir því að yfirvöld þar í landi hafi komið að þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert