Handbolti

Naumt tap í Tékklandi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
B-landslið kvenna í handbolta mátti þola naumt tap í Tékklandi í dag.
B-landslið kvenna í handbolta mátti þola naumt tap í Tékklandi í dag. Mynd/HSÍ

Íslenska B-landsliðið í handbolta kvenna þurfti að sætta sig við eins marks tap gegn U21 árs liði Sviss í öðrum leik liðsins á æfingamóti í Tékklandi fyrr í dag.

Íslenska liðið hafði þriggja marka forystu eftir fyrri hálfleik, 17-14, og náði mest fimm marka forskoti.

Svissneska liðið snéri þó leiknum sér í hag og vann að lokum eins marks sigur, 28-27, eftir æsispennandi lokamínútur.

Íslenska liðið hefur því tapað báðum leikjum sínum á mótinu, en liðið leikur gegn heimakonum frá Tékklandi í lokaleik sínum á morgun. 

Díana Dögg Magnúsdóttir og Sara Dögg Hjaltadóttir voru atkvæðamestar í sóknarleik íslenska liðsins með fimm mörk hvor. Sara Sif Helgadóttir varði 11 skot í íslenska markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×