Leicester vann B-deildina

Jamie Vardy skoraði tvívegis er Leicester tryggði sér titilinn.
Jamie Vardy skoraði tvívegis er Leicester tryggði sér titilinn. AFP/Oli Scarff

Leicester City tryggði sér í kvöld sigur í ensku B-deildinni í knattspyrnu karla með því að vinna öruggan útisigur á Preston North End, 3:0 í næstsíðustu umferð.

Leicester er með 97 stig og geta hvorki Leeds United né Ipswich Town, bæði með 90 stig, lengur náð toppliðinu að stigum.

Tvö efstu liðin fara beint upp í ensku úrvalsdeildina og munu Leeds og Ipswich berjast um annað sætið, en Leeds á eftir einn leik og Ipswich tvo.

Í kvöld skoraði gamla brýnið Jamie Vardy tvívegis fyrir Leicester og Kasey McAteer eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert