Svartur sviti Giulianis vekur athygli

Rudy Guiliani með svörtu rákina.
Rudy Guiliani með svörtu rákina. AFP

Svartur sviti Rudys Giuli­anis, lög­fræðing­s Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta, vakti töluverða athygli á blaðamannafundi í gær þar sem hann fór yfir málshöfðanir forsetans vegna nýafstaðinna forsetakosninga.

Þrátt fyr­ir að sér­fræðing­ar séu á einu máli um að nán­ast eng­ar lík­ur séu á því að mála­rekst­ur Don­alds Trumps frá­far­andi for­seta Banda­ríkj­anna og lög­manna hans muni hafa áhrif á niður­stöðu banda­rísku for­seta­kosn­ing­anna virðist mála­rekst­ur­inn enn í gangi. Dóm­stól­ar eiga eft­ir að taka nokk­ur mál fyr­ir. 

Giuliani fór um víðan völl í gærkvöldi en hann sagði fjölmiðlafólki meðal annars að vakna af værum blundi og sagði ásakanir forsetans um kosningasvindl ekki úr lausu lofti gripnar.

Svartur litur eða sviti úr höfði Giulianis lak niður vanga hans þegar hann ítrekaði þá skoðun sína að svindlað hefði verið á forsetanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert