Handbolti

Dagur og Bjarni á leið til Búdapest

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dagur Gautason mun veita íslenska landsliðinu krafta sína ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni gegn Svartfellingum á morgun.
Dagur Gautason mun veita íslenska landsliðinu krafta sína ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni gegn Svartfellingum á morgun. Mynd/Instagram/hsi_iceland

Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð.

Greint var frá því fyrr í dag að skyttan Bjarni Ófeigur væri á leið til Búdapest þar sem hann myndi hitta fyrir liðið. HSÍ hefur nú staðfest það, og að hornamaðurinn Dagur Gautason muni einnig koma til móts við liðið.

Fram kemur í tilkynningu HSÍ að leikmennirnir muni lenda í Búdapest í kvöld og á morgun.

Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að landsliðinu hafi borist liðsauki í gær þegar Rúnar Pálmarsson, sjúkraþjálfari, kom til móts við liðið til að aðstoða við ummönnun á strákunum okkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×