Íslendingarnir í banastuði

Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með Skara.
Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með Skara. Ljósmynd/Viktor Ljungström

Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir voru í stórum hlutverkum í kvöld þegar lið þeirra, Skara, vann öruggan sigur á Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 35:29.

Aldís var sérstaklega öflug því hún kom að 14 mörkum Skara með því að skora sex mörk og gefa átta stoðsendingar. Jóhanna lét líka mikið að sér kveða því hún skoraði sex mörk og gaf tvær stoðsendingar.

Skara er í sjöunda sæti og hefur tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum um sænska meistaratitilinn en ein umferð er eftir af hefðbundinni deildakeppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert