Mikill munur á ánægju með Dag eftir hverfum

Dagur B. Eggertssson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertssson, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir samkvæmt könnun sem Maskína framkvæmdi daganna 15. til 25 febrúar. 

40,5% Reykvíkinga kveðast ánægð með störf Dags en um þriðjungur segist óánægður með störf borgarstjóra.

Íbúar landsbyggðarinnar óánægðir

Mikil munur er á ánægju með störf borgarstjóra eftir hverfum borgarinnar. Þannig segjast 50,7% íbúa miðborgarinnar og Vesturbæjar ánægð með störf hans en einungis um 22% íbúa í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal. Ánægja með störf borgarstjóra er meiri vestan Elliðaár en austan. 

Meðal íbúa utan höfuðborgarsvæðisins er ánægja með störf Dags sem borgarstjóra 28,6% og óánægja 39,8%.

Sé litið til landsmanna allra kemur í ljós að konur eru ánægðari með störf Dags en karlar og að yngra fólk er ánægðara en þeir sem eldri eru.

Að sögn Þóru Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Maskínu, er könnunin unnin að eigin frumkvæði, líkt og hefur verið gert með ánægju með störf ráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert