Palace upp í fimmta sæti eftir útisigur

Crystal Palace fagnaði sigri á Fulham.
Crystal Palace fagnaði sigri á Fulham. AFP

Crystal Palace fór í dag upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 2:1-útisigri á Fulham. Er Fulham eitt fjögurra liða sem ekki hafa fagnað sigri í deildinni til þessa. 

Palace byrjaði afar vel og Hollendingurinn Jaïro Riedewal skoraði fyrsta mark leiksins strax á 8. mínútu. Var staðan 1:0 þar til á 64. mínútu en þá tvöfaldaði Wilfried Zaha forskot Palace. 

Vont varð verra fyrir Fulham á 88. mínútu þegar varamaðurinn Aboubakar Kamara fékk beint rautt spjald fyrir ljótt brot. Fulham klóraði í bakkann í uppbótartíma með marki frá Tom Cairney, en það dugði skammt og Palace fagnaði sigri. 

Er Crystal Palace með 10 stig, eins og Leeds og Liverpool. Fulham er á botninum með aðeins eitt stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert