Saga um þungunarrof valin besta myndin

Franski leikstjórinn Audrey Diwan á Feneyjae-hátíðinni í gær.
Franski leikstjórinn Audrey Diwan á Feneyjae-hátíðinni í gær. AFP

Kvikmyndin Happening, sem fjallar um ólögleg þungunarrof í Frakklandi á sjöunda áratug síðustu aldar, hlaut verðlaun fyrir bestu kvikmyndina á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem fram fór um helgina. 

Happening, eða L'Événement, fjallar um konu sem vill fara í þungunarrof til að halda námi sínu áfram. „Ég bjó þessa kvikmynd til af reiði, af þrá,“ sagði Audrey Diwan, leikstjóri myndarinnar, í þakkarræðu sinni í gærkvöldi. 

Kvikmyndahátíðin í Feneyjum, sem haldin var í 78. sinn í ár, lauk í gærkvöldi. Um er að ræða elstu kvikmyndahátíð heims. 

Happening er byggð á sjálfsævisögulegri skáldsögu Annie Ernaux sem hætti á að vera handtekin þegar hún fór í þungunarrof. 

Önnur verðlaun hátíðarinnar, Silfurljónið, fékk ítalski leikstjórinn Paolo Sorrentino fyrir kvikmynd sína Hand of God sem fjallar um æsku leikstjórans í ítölsku borginni Naples. 

Penelope Cruz var valin besta leikkonan á hátíðinni fyrir hlutverk sitt í Parallel Mothers eftir spænska leikstjórann Pedro Almodovar og John Arcilla var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni On the Job: The Missing 8.

Óskarsverðlaunamyndin Nomadland var valin besta kvikmyndin á hátíðinni árið 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir