Jorginho kominn til Arsenal

Jorginho er mættur til Arsenal.
Jorginho er mættur til Arsenal. Ljósmynd/@Arsenal

Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, hefur fest kaup á ítalska miðjumanninum Jorginho frá Chelsea fyrir 12 milljónir punda.

Hann skrifaði undir eins og hálfs árs samning með möguleika á árs framlengingu.

Jorginho, sem er fæddur í Brasilíu en er með tvöfalt ríkisfang, hafði verið á mála hjá Chelsea frá sumrinu 2018 og vann Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina, Ofurbikar Evrópu og heimsmeistarakeppni félagsliða með liðinu.

Hann varð þá Evrópumeistari með Ítalíu á EM 2020.

Alls lék Jorginho, sem er 31 árs, 213 leiki fyrir Chelsea og skoraði í þeim 29 mörk, flest úr vítaspyrnum. Er hann þekktur fyrir athyglisverða spyrnutækni sína í þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert