Þúsund störf sköpuðust vegna fjárfestingarátaks

mbl.is/Kristinn Magnússon

Áætlað er að fjárfestingarátak sem efnahags- og fjármálaráðuneytið var í með fjáraukalögum í fyrravor til að mæta heimsfaraldri kórónuveiru hafi skapað um 1.000 störf, sem samsvarar um 0,5% af fjölda fólks á vinnumarkaði. Heildarfjárhæð átaksins var um 17,9 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands

Framhaldsfjárfestingarátak hefst á þessu ári fyrir 100 milljarða króna til ársins 2025.

Í tilkynningunni segir: „Markmið fjárfestingar- og uppbyggingarátaksins sem hófst í fyrra var að skapa störf og vinna gegn samdrætti í hagkerfinu með arðbærum fjárfestingum. Sérstaklega var horft til verkefna sem stuðla að hagvexti til lengri tíma. Leitast var við að hafa verkefnin fjölbreytt til að skapa fjölbreytt störf víða í hagkerfinu. Auk þess var sérstaklega gætt að því að auka framlög til nýsköpunar, stafvæðingar og grænnar uppbyggingar.“

Mest fjármagn fór í verkefni tengd samgöngumannvirkjum eða um sex og hálfur milljarður króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert