Hefur ekki enn vaknað eftir slysið

Anne Heche
Anne Heche AFP

Leikkonan Anne Heche er ekki enn vöknuð eftir að hún lenti í bílslysi á föstudag. Talsmaður leikkonunnar sagði við fjölmiðla í gær, mánudag, að ástand hennar væri enn alvarlegt og að hún hefði legið í dái síðan á föstudag.

Talsmaður hennar sagði hana hafa hlotið verulegan skaða á lungum og því þyrfti hún að vera í öndunarvél. Þá lægi fyrir að hún þyrfti að fara í skurðaðgerð vegna brunasára sem hún hlaut.

Greint var frá slysinu a föstudag. Heche hafði þá keyrt á miklum hraða í Mar Vista-hverfinu í Los Angeles í Bandaríkjunum þegar bifreið hennar fór út af veginum og lenti á húsi með þeim afleiðingum að það kviknaði bæði í bílnum og húsinu. 

Heche er grunuð um að hafa ekið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og hefur lögreglan í Los Angeles fengið heimild til að kanna blóð hennar.

Leikkonan er þekktust fyrir leik sinn í Six Days and Seven Nights, The Vanished, Quantico og Chicago PD. Hún er einnig fyrrverandi maki þáttastjórnandans Ellen DeGeneres. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg