Útkall í háhýsi í Hlíðunum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall í Hlíðarnar í morgun eftir að ábending barst um að háfur uppi á þaki háhýsis væri farin að skrölta.

Fólk var hrætt um að hann losnaði af ef það myndi hvessa mikið og sáu slökkviliðsmenn um að festa hann niður.

Slökkviliðið fór í annað útkall í kjallaraíbúð í Austurbænum. Vatn hafði safnast saman, stíflað niðurföll og farið inn í húsið, að sögn varðstjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert