Leiknir fær Stjörnumann að láni

Kristófer Konráðsson er kominn í Leikni frá Stjörnunni.
Kristófer Konráðsson er kominn í Leikni frá Stjörnunni. Ljósmynd/Stjarnan

Knattspyrnufélagið Leiknir úr Reykjavík hefur fengið Stjörnumanninn Kristófer Konráðsson að láni út yfirstandandi leiktíð. Daníel Finns Matthíasson fór fyrr í dag í hina áttina.

Kristófer hefur leikið 23 leiki í efstu deild með Stjörnunni en hann er 24 ára, sóknarsinnaður leikmaður. Kristófer hefur einnig leikið með KFG í 2. deild og Þrótti úr Reykjavík í 1. deild og skorað með þeim samanlagt sjö mörk í 24 leikjum.

Leiknir hefur farið hægt af stað á leiktíðinni og er liðið í tíunda sæti með aðeins tvö stig. Þá hafa Leiknismenn aðeins skorað eitt mark í fyrstu fjórum leikjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert