Áfram í Kópavoginum

Viktor Karl Einarsson verður áfram í Kópavoginn næstu árin.
Viktor Karl Einarsson verður áfram í Kópavoginn næstu árin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viktor Karl Einarsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til næstu þriggja ára.

Þetta staðfesti félagið á Blikar.is en Viktor Karl, sem er 24 ára gamall, er uppalinn hjá félaginu.

Hann gekk til liðs við unglingaakademíu AZ Alkmaar árið 2016 og þá gekk hann til liðs við sænska C-deildarfélagið Värnamo árið 2018 en liðið var þá í sænsku B-deildinni.

Hann sneri aftur heim í Kópavoginn árið 2019 og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan en hann á að baki 28 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað sex mörk.

Þá á hann að baki 30 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert