Playstation fjarstýring fyrir alla

Fjarstýringin gerir fleirum kleift að spila tölvuleiki.
Fjarstýringin gerir fleirum kleift að spila tölvuleiki. Skjáskot/Playstation

Í janúar birti Sony, framleiðandi Playstation leikjatölvanna, tilkynningu þess efnis að á árinu kæmi á markað stillanleg fjarstýring sem gerði flestum kleift að spila tölvuleiki.

Fjarstýringin ber nafnið Access controller og er fjarstýringin hringlaga. Hægt er að skipta tökkunum út og færa þá til, enda hentar Dualshock fjarstýringin ekki öllum og margir sem vilja spila tölvuleiki sem hafa ekki getað það þangað til nú en Sony birti fleiri upplýsingar um fjarstýringuna í síðustu viku. 

Hægt verður að kaupa auka takka og stýripinna til þess að setja á fjarstýringuna eftir þörfum. Sony hefur þó ekki birt útgáfudag fyrir fjarstýringuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert