Dele Alli aðstoðar leikmenn við að styrkja andlega heilsu

Dele Alli.
Dele Alli. AFP

Dele Alli, leikmaður Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, er í samstarfi við breska rafíþróttalið Excel Esports. Samstarf þeirra hófst seint á síðasta ári.

Alltaf haft mikinn áhuga á rafíþróttum

Dele Alli segist hafa mikinn áhuga á rafíþróttum og sé það ástæða þess að hann ákvað að fara í samstarf með rafíþróttaliði Excel Esports. Hann segist lengi hafa viljað taka þátt í rafíþróttasenunni þar í landi og hafi verið spenntur að fá loks tækifæri til þess. Alli heillaðist af vinnu Excel Esports, sem er stærsta vörumerki innan rafíþrótta í Bretlandi, og segist mjög hrifinn af því hversu langt liðið hefur náð.

Alli segist spila mikið af tölvuleikjum og sé það ástríða hans að fótbolta frátöldum, en Alli hefur frá unga aldri spilað leiki á PlayStation. Er fagmannlegt rafíþróttastarf þó nýjung fyrir honum, en hann hefur einungis spilað tölvuleiki sér til skemmtunar. 

Dele Alli, Excel Esports.
Dele Alli, Excel Esports. Skjáskot/youtube.com/EXCEL

Vill læra meira um rafíþróttir

„Ég vonast til að læra eins mikið og ég get af Excel Esports“ sagði Alli er samstarfið var tilkynnt með von um að fá aukna þekkingu á því starfi sem fram fer bak við tjöldin í rafíþróttum. Hann sagðist einnig hlakka til að miðla áfram þeirri reynslu sem hann hefur öðlast á atvinnumannsferil sínum til leikmanna Excel Esports.

Aðstoðar leikmenn við að styrkja andlega heilsu

Hlutverk Alli innan liðs Excel Esports er að fræða leikmenn um hvernig það er að keppa á háu hæfileikastigi, ásamt því að aðstoða þá við að styrkja andlega heilsu og kenna þeim hvernig skal takast á við pressu sem oft fylgir keppnum. Styrking andlegrar heilsu skiptir miklu máli fyrir alla og vonast Alli til að gefa leikmönnum gott veganesti í lífið með fræðslu sinni.

Alli segist trúa því að sú þekking sem hann hefur sem atvinnumaður í fótbolta geti gagnast leikmönnum Excel Esports, ásamt því að leikmennirnir geti hjálpað honum að öðlast meiri þekkingu og skilning á rafíþróttum, sem er sívaxandi atvinnugrein.

Dele Alli, Excel Esports.
Dele Alli, Excel Esports. Skjáskot/youtube.com/EXCEL
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert