Unglingar ákærðir fyrir kengúrudráp

Fjórtán kengúrur voru drepnar, þar af tveir ungar.
Fjórtán kengúrur voru drepnar, þar af tveir ungar. MARK RALSTON

Tveir sautján ára drengir hafa verið ákærðir fyrir meinta árás þar sem fjórtán kengúrur drápust á austurströnd Ástralíu. 

Drengirnir voru handteknir eftir að heimafólk fann hræ kengúranna, þar af voru tvö af ungviði, nærri Batemans-flóa, um fjögurra klukkustunda akstursfjarlægð frá Sydney, á laugardagsmorgni. 

Samkvæmt lögreglu fundust hræin á víð og dreif á tveimur svæðum nærri strandbæ. 

Íbúi við Batematns-flóa fann einn eftirlifandi kengúruunga og hefur nefnt hann Hope, eða Von. 

Drengirnir munu sæta málsmeðferð við barnadómstól 22. nóvember. Þeir eru taldir hafa drepið dýrin með handafli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert