Erlent

BBC ritskoðar vinsælt en óheflað jólalag

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Shane MacGowan, til hægri fékk söngkonuna Kirsty MacColl til þess að syngja með sér í laginu. Photo by Tim Roney/Getty Images)
Shane MacGowan, til hægri fékk söngkonuna Kirsty MacColl til þess að syngja með sér í laginu. Photo by Tim Roney/Getty Images) Getty/Tim Rooney

Yfirmenn bresku útvarpstöðvarinnar BBC Radio 1 hafa tekið ákvörðun um að ritskoðuð útgáfa eins vinsælasta jólalags Bretlands fari í loftið þessi jólin á útvarpsstöðinni.

Lagið sem um ræðir er lagið Fairytale of New York með hljómsveitinni The Pogues sem kom út árið 1987. Lagið er er ofarlega á lista þegar kemur að jólalögum í Bretlandi og fær iðulega mikla spilun þar í landi í kringum hátíðirnar.

Texti lagsins þykir hins vegar óheflaður en í laginu má heyra í hjónum sem eru gjörn á það að rífast. Ritskoðun BBC Radio 1 felst í því að orðinu faggot, niðrandi slanguryrði fyrir samkynhneigðan karlmann, er skipt út fyrir orðið haggard, sem þýðir að vera gugginn af veikindum, áhyggjum eða hungri. Þá mun þögn koma í staðinn fyrir orðið slut, eða dræsa á íslensku.

Í yfirlýsingu frá BBC segir að yngri hlustendur BBC Radio 1 ættu ekki að þurfa að heyra þessi orð en í staðinn mun BBC Radio 2 áfram spila upprunalegu útgáfuna enda eldri hlustendur þar á ferðinni. Plötusnúðar BBC Radio 6 munu fá að velja hvora útgáfuna þeir spila í útvarpinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×