Fjórir jafnir með þrettán M

Steven Lennon skorar fyrir FH gegn Val. Hann er einn …
Steven Lennon skorar fyrir FH gegn Val. Hann er einn þeirra fjögurra sem eru jafnir og efstir í M-gjöf Morgunblaðsins. mbl.is/Árni Sæberg

Eftir tíundu umferðina í Pepsi Max-deild karla í fótbolta sem var leikin í fyrradag eru fjórir leikmenn jafnir og efstir í M-einkunnagjöf Morgunblaðsins.

Steven Lennon úr FH, Patrick Pedersen úr Val og Stefán Teitur Þórðarson úr ÍA náðu allir Valdimari Þór Ingimundarsyni úr Fylki með 13 M samanlagt. Valdimar er sem kunnugt er farinn til Strömsgodset í Noregi.

Atli Sigurjónsson úr KR og Ágúst Eðvald Hlynsson úr Víkingi koma næstir með 12 M en þeir Kennie Chopart úr KR, Þórir Jóhann Helgason úr FH, Aron Bjarnason úr Val og Tryggvi Hrafn Haraldsson úr ÍA koma þar á eftir með 11 M hver.

Úrvalslið 10. umferðar má sjá í Morgunblaðinu í dag en þar eru fimm nýliðar, sem ekki hafa verið valdir áður í liðið í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert