Norðurlöndin efla samstarf í öryggis- og varnarmálum

Frá vinstri: Peter Hultqvist (Svíþjóð), Bjørn Arild Gram (Noregi), Morten …
Frá vinstri: Peter Hultqvist (Svíþjóð), Bjørn Arild Gram (Noregi), Morten Bødskov (Danmörku), Antti Kaikkonen (Finnlandi) og Bryndís Kjartansdóttir. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Varnarmálaráðherrar Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands funduðu ásamt starfsmanni íslenska utanríkisráðuneytisins í Noregi í vikunni. 

Bryndís Kjartansdóttir, skrifstofustjóri öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sat fundinn að hálfu Íslands en ríkin mynda saman norrænt varnarsamstarf (NORDEFCO). Fundað var í Kirkenes í Norður-Noregi. 

Í yfirlýsingu sem send var út að fundinum loknum er talið tilefni til að efla samstarf í öryggis- og varnarmálum. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ljósmynd/ Utanríkisráðuneyti Finnlands

Þar segir að með stríðinu í Úkraínu hafi orðið grundvallarbreytingar í öryggis- og varnarmálum í Evrópu. Nú sé mikilvægara en nokkurn tíma áður að Norðurlandaþjóðirnar standi saman.

Þau deili sameiginlegum gildum og hagsmunum en staðsetning landanna í heiminum sé einnig mikilvæg. 

Varnarmálaráðherrar Danmerkur, Finnlands, Noregs, Svíþjóð og utanríkisráðherra Íslands séu samstíga í því að auka varnir ríkjanna. Þegar hernaðarstyrkur ríkjanna sé lagður saman þá sé hann umtalsverður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert