Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“

„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Auglýsing

„Ég skal fús­lega við­ur­kenna að ég er sorg­mæddur og dapur að sjá fólk sem ég taldi vera góða vini mína stinga mig í bakið með því að segja að ég hafi nán­ast framið „glæp“ með þessum samn­ingi. Samn­ingi sem gildir í rétt rúmt ár með launa­hækk­unum til þeirra sem höllustum fæti standa á íslenskum vinnu­mark­aði, hækk­unum sem ekki eiga sér hlið­stæðu hvað verka­fólk á hinum almenna vinnu­mark­aði varð­ar.“

Þetta segir Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Starfs­greina­sam­bands­ins. Samn­ing­ur­inn sem náð­ist í gær við Sam­tök atvinnu­lífs­ins sé „sá lang­besti sem ég hef komið að á mínum 20 árum sem for­ystu­maður í verka­lýðs­hreyf­ing­unni, hvað verka­fólk á hinum almenna vinnu­mark­aði varð­ar“. Það sé „stað­reynd sem eng­inn getur and­mælt“.

Auglýsing

Vil­hjálmur fer ítar­lega yfir for­sendur hins nýja samn­ings í færslu á Face­book-­síðu sinni. Þá svarar hann einnig gagn­rýni for­manns Efl­ingar sem fram hefur komið í dag.

Sautján af nítján aðild­ar­fé­lögum Starfs­grein­sam­bands­ins und­ir­rit­uðu samn­ing­inn. Tvö aðild­ar­fé­lög, Efl­ing og Verka­lýðs­fé­lag Grinda­vík­ur, eru ekki aðilar að hon­um.

Vil­hjálmur segir að hann og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, séu sam­mála um að lífs­kjara­samn­ing­ur­inn frá árinu 2019 hafi verið mjög góð­ur. Í því ljósi „skil ég ekki þessa gagn­rýni á nýjan samn­ing SGS sem inni­heldur á þessum stutta samn­ings­tíma mun meiri launa­hækk­anir en feng­ust í lífs­kjara­samn­ingn­um“.

Þótt Efl­ing hafi ákveðið að standa utan við kjara­við­ræður SGS og SA seg­ist Vil­hjálmur hafa haldið Sól­veigu Önnu upp­lýstri um fram­vind­una allan tím­ann.

„Ég veit hins vegar að upp­lýs­ingum var lekið til fjöl­miðla meðan við­ræður okkar voru á við­kvæmu stigi og mark­miðið getur ekki hafa verið annað en að skemma þá vinnu sem við vorum að vinna að og afvega­leiða það sem verið var að semja um,“ skrifar Vil­hjálm­ur. „Ég veit líka að haft var sam­band við alla­vega tvo for­menn innan SGS og þeir beðnir um að skrifa ekki undir nýjan samn­ing. Hver var til­gang­ur­inn annar en bara að eyði­leggja það sem við vorum að ger­a.“

Félögin „yfir sig ánægð“

Hann segir það hafa legið fyrir að þau aðild­ar­fé­lög sem skil­uðu umboði til félags­ins hafi verið „yfir sig ánægð með inni­haldið og kom fram á for­manna­fundi að þau hafðu ekki séð svona launa­hækk­anir til handa verka­fólki. Ég sem for­maður samn­inga­nefndar SGS fékk fullt umboð frá öllum um að ganga frá þessum samn­ingi og því kom það á óvart að sjá að annað af þessum aðild­ar­fé­lögum sem haft var sam­band við dró umboð sitt til bak­a.“

Hann seg­ist virða þá ákvörðun Efl­ingar að vera ekki með í sam­flot­inu. „Því er það svo sorg­legt hjá aðilum sem kusu að vera ekki í sam­floti að gagn­rýna þá nið­ur­stöðu sem SGS komst að, en að okkar mati er þetta gríð­ar­lega góður samn­ingur sem er fram­leng­ing á lífs­kjara­samn­ing­um.“

Áhersla á að ná samn­ingum fljótt

Hvað samn­ing­inn sjálfan varðar segir Vil­hjálmur að „gríð­ar­leg áhersla“ hafi verið lögð á að ná nýjum samn­ingi við Sam­tök atvinnu­lífs­ins „hratt og vel“ og að launa­hækk­anir þær sem samið var um myndu gilda frá 1. nóv­em­ber í ár, með öðrum orðum nýr samn­ingur myndi taka við af þeim sem var að renna sitt skeið“.

Mat samn­inga­nefndar SGS hafi verið það að lág­tekju­fólk sem er á töxtum „gæti alls ekki beðið eftir launa­hækk­unum til að mæta þeim gríð­ar­legu kostn­að­ar­hækk­unum sem hafa dunið á lág­tekju­fólki sem og öðru launa­fólki“.

Auglýsing

Hag­vaxt­ar­auki, sem samið var um í lífs­kjara­samn­ing­un­um, er, eins og orðið ber með sér, tengdur hag­vexti. „Núna liggur orðið nokkuð ljóst fyrir að hann mun skila 13.000 kr. hækkun sem átti að koma til útborg­unar 1. maí 2023,“ skrifar Vil­hjálm­ur.

Það hafi verið „ský­laus krafa Sam­taka atvinnu­lífs­ins“ að þessi upp­hæð yrði kostn­að­ar­metin á þeim rökum að um væri að ræða kostn­að­ar­auka fyrir fyr­ir­tækin sem kæmi á árinu 2023. Þessu hafn­aði SGS alger­lega, skrifar Vil­hjálm­ur, enda búið að semja um þennan hag­vaxt­ar­auka.

Mála­miðl­anir

Því þurfti að finna mála­miðl­anir og ein leið var að flýta hag­vaxt­ar­auk­anum þannig að hann kæmi fyrr inn til hækk­unar launa. „Um þetta var deilt fram og aftur og SA bauð okkur að flýta honum til 1. mars 2023 en því höfn­uðum við alger­lega og svona gekk þetta lengi. Að síð­ustu buðu þeir okkur að hann kæmi inn 1. jan­úar en við sögðum ef það á að kostn­að­ar­meta hag­vaxt­ar­auk­ann þá verður hann að gildi frá 1. nóv­em­ber 2022 eins og allar launa­hækk­an­ir. Okkur tókst þetta eftir gríð­ar­leg átök um þennan þátt samn­ings­ins og með því að flýta honum sex mán­uði þá skilar hag­vaxt­ar­auk­inn 78.000 kr. auka­lega þar sem ekki þarf að bíða eftir honum til 1. maí 2023.“ Þetta mun, að sögn Vil­hjálms, skila auka­hækkun sem nemi 5.200 kr. á samn­ings­tím­anum fyrir taxta­fólk og mun hann að auki skila hærri álgas­greiðslum fyrir vakta­vinnu­fólk. „Og munið að hag­vaxt­ar­auk­inn er ekki ein­greiðsla heldur kemur hann ofan á kaup­taxta til fram­búð­ar.“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Vil­hjálmur segir að sam­kvæmt samn­ingnum fái fólk með fimm ára starfs­reynslu launa­hækkun sem nemi 40 þús­und kr. á mán­uði án hag­vaxt­ar­auka og frá 50.000 kr. upp í 52.000 kr. með flýttum hag­vaxt­ar­auka. „Hvenær hafa svona launa­hækk­anir komið til lág­tekju­fólks, mitt svar er skýrt - aldrei!“

Með gríð­ar­legri vinnu, þar sem allir lögðu hart að sér, hafi tek­ist að ná samn­ingi sem komi „til móts við þær miklu kostn­að­ar­hækk­anir sem dunið hafa á launa­fólki und­an­far­ið. Það tókst án átaka,“ skrifar Vil­hjálm­ur.

„Það er einnig mik­il­vægt fyrir alla sem ekki þekkja til kjara­samn­ings­gerðar að stétt­ar­fé­lögin eru ekki að semja við sig sjálf,“ heldur hann áfram. „Við erum með við­semj­anda sem er í þessu til­felli Sam­tök atvinnu­lífs­ins og ef fólk heldur að það sé auð­velt að semja við Hall­dór Benja­mín og hans fólk þá veður fólk villu veg­ar.“

Náðu 54 pró­sent af kröf­unni 2019

Hann rifjar upp að krafa VR, Efl­ingar og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness í kjara­samn­ingnum 2019 launa­hækkun hafi numið 125.000 kr. launa­hækkun í þriggja ára samn­ingi. Nið­ur­staðan hafi hækk­anir sem námu 90.000 kr. í fjög­urra ára samn­ingi. „Það þýðir að í lífs­kjara­samn­ingnum náðum við 54% af okkar launa­kröfu vegna þess að samn­ing­ur­inn var lengri og upp­hæðin lægri.“

Þetta sé eðli kjara­við­ræðna. Báðir aðilar nái aldrei öllum sínum kröf­um. „Það ber að skoða kröfu­gerð Efl­ingar í ljósi þess­ara stað­reynda, ekki nema fólk telji að allt sem lagt er fram náist í gegn. Slíkt hefur aldrei gerst því þá eru þetta ekki samn­inga­við­ræð­ur.“

Vil­hjálmur segir það eilífð­ar­verk­efni að lag­færa kjör verka­fólks „og í þessum fram­lengda lífs­kjara­samn­ingi var stigið enn eitt skrefið í átt til þess. Og það á svo sann­ar­lega eftir að stíga enn fleiri skref í þeirri lífs­kjara­bar­átt­u“.

Auglýsing

Sam­hliða kjara­við­ræð­unum var Starfs­greina­sam­bandið í við­ræðum við stjórn­völd um atriði til að styðja við samn­ing­inn. „Í gær hringdi for­sæt­is­ráð­herra í mig og taldi það skyn­sam­legt að bíða með yfir­lýs­ingu frá stjórn­völdum þar til allri vinnu væri lokið og fleiri lands­sam­bönd hafi klárað sína kjara­samn­inga.

For­sæt­is­ráð­herra full­viss­aði mig um að stjórn­völd muni koma með atriði til að styðja við samn­ing­inn en ég tel mik­il­vægt að því sé komið á fram­færi og þeirri vinnu er ekki lokið og henni verður haldið áfram af öllum lands­sam­böndum innan ASÍ.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent