Fundu skotsár á höfðum ferðamannanna

Mexíkóskur landgönguliði stendur vörð þar sem líkin þrjú fundust.
Mexíkóskur landgönguliði stendur vörð þar sem líkin þrjú fundust. AFP/Guillermo Arias

Búið er að greina skotsár á höfðum þeirra þriggja sem fundust látnir í vatni í Baja California í Mexíkó í gær. Talið er að líkin séu líklegast af tveimur áströlskum bræðrum, Callum og Jake Robinson, og Bandaríkjamanni, Jack Carter, sem hurfu þann 27. apríl þegar þeir voru í fríi á svæðinu. 

Talið er að þeir hafi verið myrtir vegna tilraunar til að stela pallbíl þeirra sem fannst skammt frá og búið var að kveikja í.

Fjölskyldurnar í Mexíkó

Fjölskyldur bræðranna og Bandaríkjamannsins eru komnar til Mexíkó til þess bera kennsl á líkin að sögn ríkissaksóknarans Mariu Elenu Andrade.

Yfirvöld í Mexíkó hafa þrjá grunaða í haldi, en rannsókn málsins er unnin í samvinnu við bandarísku alríkislögregluna FBI og áströlsk yfirvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert