Jafntefli í fyrstu skákinni

Ian Nepomniachtchi og Magnus Carlsen að tafli í Dubai í …
Ian Nepomniachtchi og Magnus Carlsen að tafli í Dubai í dag. AFP

Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, og Rússinn Ian Nepomniachtchi, gerðu jafntefli í fyrstu einvígisskák þeirra um heimsmeistaratitilinn í skák í dag en einvígi þeirra fer fram í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 

Carlsen hafði svart í fyrstu einvígisskákinni. Skákmennirnir tefldu 45 leiki áður en þeir sættust á skiptan hlut en skákin var í jafnvægi allan tímann. 

Tefldar verða 14 skákir og stendur einvígið til 14. desember nema að til þess komi að annarhvor nái 7½ vinningi áður 14 skákum er lokið. Verði jafnt 7-7 verður teflt til þrautar 15. desember með skemmri umhugsunartíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert