Merkur fundur skammt frá Pompei

Vagninn sem fannst skammt frá borginni Pompei.
Vagninn sem fannst skammt frá borginni Pompei. AFP

Ítalskir fornleifafræðingar fundu nýverið hátíðarvagn skammt frá hinni ævafornu rómversku borg Pompei.

Vagninn fannst skammt frá hlöðu þar sem bein þriggja hesta fundust árið 2018, að sögn BBC. 

Fornleifafræðingur að störfum þar sem vagninn fannst.
Fornleifafræðingur að störfum þar sem vagninn fannst. AFP

Sérfræðingar telja að vagninn hafi verið notaður við hátíðarhöld og í skrúðgöngum og er hann  sagður „sérlega merkilegur“ og „í mjög góðu ásigkomulagi“.

Pompeii grófst undir ösku árið 79 þegar eldfjallið Vesúvíus gaus. Mikið varðveittist þó úr borginni og hafa forneifafræðingar grafið þar upp margt áhugavert í gegnum árin.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert