Fimm smit í herbúðum þýsks liðs

Waldeman Anton (lengst t.h.), er á meðal þeirra fimm leikmanna …
Waldeman Anton (lengst t.h.), er á meðal þeirra fimm leikmanna Stuttgart sem hafa smitast af veirunni. AFP

Kórónuveiran hefur skekið þýska knattspyrnufélagið Stuttgart að undanförnu þar sem fimm leikmenn karlaliðsins hafa smitast af henni.

Þeir Fabian Bredlow, Waldemar Anton, Roberto Massimo og Erik Thommy smituðust í síðustu viku og hafa verið í einangrun síðan þá.

Í morgun tilkynnti félagið svo að fimmti leikmaðurinn, Florian Müller, hefði einnig smitast.

„Eftir jákvæðu niðurstöðurnar í síðustu viku höfum við fjölgað skimunum og bætt sóttvarnir sem tengjast þjálfun verulega og raunar umfram tilmæli.

Við vonum að þessar aðgerðir verði til þess að það greinist ekki fleiri jákvæð tilfelli á næstu dögum,“ sagði Sven Mislintat, yfirmaður íþróttamála hjá Stuttgart, á heimasíðu félagsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert