Innlent

Guð­jón Bjarni er sjálf­boða­liði ársins

Bjarki Sigurðsson skrifar
Guðjón Bjarni, sjálfboðaliði ársins, ásamt Laufeyju Guðmundsdóttur, formanni tilnefndinganefndar.
Guðjón Bjarni, sjálfboðaliði ársins, ásamt Laufeyju Guðmundsdóttur, formanni tilnefndinganefndar.

Guðjón Bjarni Eggertsson var valin sjálfboðaliði ársins af samtökunum Almannaheill. Verðlaunin voru veitt á degi sjálfboðaliðans sem er haldinn árlega þann 5. desember. 

Guðjón hefur starfað með bindindissamtökunum IOGT frá barnæsku. Í tilnefningu hans segir að hann hafi verið virkur félagi til margra ára og haldið utan um félagsstarfið í sinni deild auk þess að leggja lið þeim verkefnum sem þurfa aðstoð. 

„Guðjón hefur komið að barnastarfi, ungmennastarfi og starfað með eldra fólki. Guðjón er bóngóður og friðsamur, lausnamiðaður og skemmtilegur,“ segir í tilnefningunni. 

Í umsögn Almannaheilla segir að ljóst sé að Guðjón sé öðrum til fyrirmyndar. Hann starfar á vöktum sem strætisvagnabílstjóri og þarf stundum að aðlaga vaktir sínar til að geta sinnt verkefnum sínum sem sjálfboðaliði. 

„Ég er að gera það sem þarf að gera en er þar ekki í áberandi hlutverki. Ég er Guðjón bakvið tjöldin,“ er haft eftir Guðjóni Bjarna í tilkynningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×