United bakkar úr samningsviðræðum

Marko Arnautovic, austurrískur landsliðsmaður.
Marko Arnautovic, austurrískur landsliðsmaður. AFP/Robert Jaeger

Manchester United hættir við að að reyna að kaupa hinn 33 ára gamla Marko Arnautovic frá Bologna.

Bologna hafði þegar hafnað fyrsta boði United upp á 7.6 milljónir pund og búist var við að þeir myndu senda frá sér bætt boð.

Það fór illa í stuðningsmenn United og að fá þennan 33 ára framherja og sérstaklega vegna þess að hann er sagðir vera rasisti eftir að hann notaði niðrandi orðbragð um Albana við  Egzon Bejtulai sem er af Albanískum ættum í leik Austurríkis og Norður-Makedóníu.

 Chris Sutton, sérfræðingur BBC og fyrrum leikmaður í ensku deildinni sagði að það að fá leikmanninn í sínar raðir myndi einungis auka pressu á Erik ten Hag, knattspyrnustjóra United sem þarf nú þegar að eiga við Ronaldo sögurnar og það að byrja tímabilið á tapi.

„Það er sturlun að vara að hugsa um að fá Arnautovic. Ég hélt það væri grín, þetta er fáránlegt," sagði Sutton

Fleiri hafa tjáð sig um þessi félagsskipti sem urðu aldrei eins og Melissa Reddy, fréttamaður Sky Sports. „Það að Manchester United hafi í fyrsta lagi verið á eftir Marko Arnautovic og eru að draga sig út úr samningsviðræðum vegna verðmiða Bologna og réttmætri andstöðu stuðningsmanna, lyktar af algjöru stefnuleysi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert