Játaði á sig morð maltnesku blaðakonunnar

Mótmælendur hafa ekki skafið utan af því sem þeir telja …
Mótmælendur hafa ekki skafið utan af því sem þeir telja ástæðuna á bakvið morðið á Daphne Galizia. Fólkið sem hún rannsakaði er af mörgum talið það sem stendur á bakvið morðið á henni. AFP

Einn þriggja karlmanna sem ákærðir voru fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia, árið 2017, lýsti yfir sekt sinni fyrir dómi og var í dag dæmdur í 15 ára fangelsi. Vincent Muscat, maðurinn sem um ræðir, kom fyrir sprengju í bíl Galizia með þeim fyrrgreindum afleiðingum. 

Dómur hans þykir mildur miðað við alvarleika glæpsins en rök dómara voru þau að hann hafi sýnt samvinnuþýði við rannsókn lögreglu.

Galizia var þekktust fyrir rannsóknarblaðamennsku sína þar sem hún varpaði ljósi á spillingu í stjórnkerfi og viðskiptalífi Möltu. Morðið á henni vakti óhug um allan heim árið 2017.

Hinir tveir ódæðismennirnir bíða nú þess að kveðinn verði upp dómur í þeirra málum á meðan Yorgen Fenech, maltenskur kaupsýslumaður, bíður dóms vegna ákæru um að hafa skipulagt morðið á Galizia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert