Foreldrar meti hvort þurfi að sækja börn

Það blæs býsna hressilega á höfuðborgarsvæðinu. Mynd úr safni.
Það blæs býsna hressilega á höfuðborgarsvæðinu. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forsjáraðilar þurfa að meta sjálfir hvort fylgja þurfi börnum í eða úr skóla eða frístundastarfi en gular veðurviðvaranir eru í gildi á höfuðborg­ar­svæðinu og um landið vest­an- og norðvest­an­vert í dag. 

Þetta kemur fram í facebook-færslu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir að oft geti verið hvasst í efri byggðum og ef hálka eða ofankoma fylgi veðrinu aukist líkur á að þörf sé fyrir fylgd.

„Mikilvægt er að forsjáraðilar hafi í huga að röskun getur einnig orðið á frístundastarfi og skipulögðum æfingum í lok skóladags og séu tilbúnir að sækja börn í skóla og frístundastarf ef þess gerist þörf,“ segir enn fremur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert