Wales lokar á aðra Breta

Wales-búar óttar hraðari útbreðslu kórónuveirunnar verði ekki gripið til ferðatakmarkana.
Wales-búar óttar hraðari útbreðslu kórónuveirunnar verði ekki gripið til ferðatakmarkana. AFP

Mark Drakeford, fyrsti ráðherra velsku heimastjórnarinnar heftur tilkynnt að lokað verði á ferðir fólks frá Englandi, Skotlandi og Norður-Írlandi þar sem há tíðni kórónaveirusmits eru, á föstudaginn kl. 18. Þetta kemur fram í frétt breksa ríkisútvarpsins (BBC).

Mark Drakeford segir aðgerðirnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónaveirunnar innan Wales sem og annars staðar í Bretlandi.

Nokkur styr hefur staðið um samgöngutakmarkanir í Bretlandi á milli bresku ríkisstjórnarinnar og heimastjórna í Skotlandi og Wales. Velski ráherrann hefur tvívegis skrifað forsætisráðherra Breta, Boris Johnson, og biðlað til hans um að ferðalög til og frá mjög sýktum svæðum verði takmörkuð. 

Breska ríkisstjórnin hefur ekki orðið við því og hefur í staðinn mælst til þess að fólk ferðist ekki að óþörfu. Að sögn Drakeford hefur ekki borist formlegt svar frá Johnson.

Þá segist Drakeford hafa skrifað Johnson að nýju „svo meiri tími gefist fyrir forsætisráðherrann og bresku ríkisstjórnina til að koma til móts við óskir okkar, koma til móts við fólk í Englandi á sama hátt og við höfum gert fyrir fólk í Wales.“

Skotar taka undir áhyggjur Wales-búa

Fyrsti ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon hefur tekið undir bón Drakefords og kallað eftir ferðatakmörkunum. Sturgeon segist einnig ætla að skrifa Boris Johnson og óska eftir viðræðum um ferðatakmarkanir fyrir allt Bretland. Hún kallar eftir skynsamlegu samkomulagi á milli bresku landanna fjögurra: England, Skotlands, Norður-Írlands og Wales.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert