Innlent

Grunur um vopna­burð reyndist rangur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan taldi mann vera vopnaðan sem reyndist ekki svo.
Lögreglan taldi mann vera vopnaðan sem reyndist ekki svo. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholti nú síðdegis. Var það í þágu máls sem lögreglan hefur til rannsóknar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Nokkur viðbúnaður var á vettvangi vegna málsins en grunur var um að einn mannanna væri vopnaður. Svo reyndist ekki vera.

Aðgerðum er nú lokið og var enginn handtekinn í þessum aðgerðum lögreglunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×