Handbolti

Banda­ríkin lögðu Belgíu í loka­leik liðanna á HM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Samuel Hoddersen var einn þriggja leikmanna Bandaríkjanna sem skoruðu fjögur mörk í leiknum.
Samuel Hoddersen var einn þriggja leikmanna Bandaríkjanna sem skoruðu fjögur mörk í leiknum. EPA-EFE/Johan Nilsson

Bandaríska karlalandsliðið í handbolta stimplaði sig út af HM með sigri á Belgíu, 24-22, í lokaleik sínum í milliriðli IV í dag.

Bandaríkin unnu því tvo leiki á sínu fyrsta heimsmeistaramóti síðan 2001. Bandaríkjamenn enduðu í 5. sæti í milliriðli IV en Belgar í því sjötta og síðasta.

Í milliriðli III sigraði Argentína Katar, 22-26. Argentínumenn enduðu með tvö stig í 5. sæti riðilsins en Katarar í því sjötta og neðsta án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×