Ljónin í undanúrslit en Gummersbach úr leik

Ýmir Örn Gíslason í leik með íslenska landsliðinu.
Ýmir Örn Gíslason í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark þegar Rhein-Neckar Löwen tryggði sér sæti í undanúr­slitum þýsku bik­ar­keppn­inn­ar í hand­bolta með góðum útisigri á Heiðmari Felixsyni og lærisveinum í Hannover-Burgdorf, 31:25.

Elliði Snær Viðars­son og Hákon Daði Styrmisson skoruðu tvö mörk hvor þegar Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, féll úr leik í 8-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta með tapi gegn Lemgo á heimavelli, 30:33.

Undanúrslin (Final-Four) verða leikin í Lanxess-höllinni í Köln, helgina 15.-16. apríl næstkomandi. Kiel á titil að verja í keppninni en liðið mætir Magdeburg, liði Ómars Inga Magnússonar og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar, á morgun í 8-liða úrslitum.

Flensburg, lið Teits Arnar Einarssonar, verður fjórða liðið í Köln en liðið lagði Wetzlar, 29:28, eftir framlengingu í dag. Teitur skoraði ekki fyrir Flensburg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert