Rauða spjald Kristians fellt niður

Kristian Nökkvi Hlynsson í leik með íslenska U21-árs landsliðinu.
Kristian Nökkvi Hlynsson í leik með íslenska U21-árs landsliðinu. Ljósmynd/KSÍ

Kristian Nökkvi Hlynsson er í byrjunarliði Jong Ajax sem etur nú kappi gegn Roda í hollensku B-deildinni í knattspyrnu þrátt fyrir að hafa fengið beint rautt spjald í síðasta leik liðsins í deildinni.

Kristian Nökkvi fékk reisupassann í 0:3-tapi gegn De Graafschap næstsíðasta föstudag og hefði því átt að taka út leikbann líkt og Neal Viereck, sem einnig fékk beint rautt spjald í leiknum, gerir í kvöld.

Rauða spjaldið sem Kristian Nökkvi fékk þótti mjög harður dómur og fór það enda svo að það var fellt niður.

Þarf sóknartengiliðurinn efnilegi því ekki að taka út leikbann.

Leikur Jong Ajax og Roda hófst klukkan 19 og er staðan 1:0 fyrir Jong Ajax sem stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert