Maður drepinn í Drageyrarvirki

Danska lögreglan að störfum.
Danska lögreglan að störfum. AFP

Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn eftir ráðist var á hann í Drageyrarvirki á dönsku eyjunni Amager í gærkvöldi.

Að sögn Trine Møller, rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, virðist árásin ekki hafa verið handahófskennd, að því er danska ríkisútvarpið greindi frá.

Lögreglunni barst tilkynning um málið  klukkan 19 að staðartíma, eða klukkan 18 að íslenskum tíma.

Drageyrarvirki er gamalt hernaðarmannvirki við Eyrarsund sem er ekki í notkun lengur.

Maðurinn sem fannst látinn var 54 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert